top of page

"Mikilvægast er að muna að við berum ávallt ábyrgðina sjálf á okkar lífi"
Kristjana Jenný
Úr þerapíunni Lærðu að elska þig.

HVAÐ EF ÞÚ ERT NÚ ÞEGAR BESTA ÚTGÁFAN AF SJÁLFRI / SJÁLFUM ÞÉR?

Það dynja á okkur úr öllum áttum hugmyndir að því hvernig við getum orðið "besta útgáfan af okkur sjálfum"
Ég er ekkert sérstaklega mikill "fan of" af þessari setningu. Hvað ef þú ert bara fullkomin/n eins og þú ert? Hvað ef það er þannig að eina sem þú þarft að gera er að minna þig á hversu verðug/ur, hversu frábær, hversu falleg/ur og hversu gott hjartalag þú hefur?
Yndislegt að vilja skerpa á þessum þáttum, og ýta undir kosti sína og dyggðir. En mikilvægast spyrðu mig er að sættast við þig eins og þú ert í dag setja sér ekki endalaus markmið um að ætla að verða enn verðugri, frábærari, fallegri..þá erum við eins og hamstur í hjóli á hlaupum eftir maka...
Þegar við sjáum alla þessa dásamlegu eiginleika okkar verðum við nefninlega strax "besta útgáfan " af okkur sjálfum.
Það er þessi sátt ...og trúðu mér ég eyddi örugglega 30 árum í að setja mér þessi markmið, en svo var þetta allt þarna inni...ég þurfti bara að sjá það SJÁLF.

"Allar breytingar taka tíma, ekki síst breytingar á vana sem þú hefur þróað með þér yfir mörg ár...gefðu þér tíma"

-Kristjana Jenný

Tilfinningar

Að gráta...

Var þér kennt að fela tilfinningar þínar?
Sjálf grét ég ekki í langan tíma, og fyrir vikið söfnuðust upp tilfinningar sem auðvelt hefði verið að losa um með því að gefa mér leyfi til að gráta. Ég heillast að karlmönnum sem geta grátið, fyrir mér er það mikill styrkur að þeir geti sýnt tilfinningar sínar á þann hátt, fyrir mér er það ekki veikleikamerki að opna sig um líðan sína.
Það er gott að gráta og það er einnig styrkleikamerki, eitthvað sem okkur var jafnvel kennt að það væri ekki, grátur losar um spennu og róar okkur, ásamt því að losa bæði endorfín og oxytósín í líkamann eitthvað sem stuðlar að betri líðan. Þannig getur grátur hjálpað til við að draga úr sársauka og stuðlað að meiri vellíðan. Leyfðu þér að gráta þegar þörf er á, það er jafn eðlilegt og að hlægja

Image by Sincerely Media
Spurningin

 

Hver vil ég vera..

Hver vil ég vera? Alltaf ég sjálf..spyrðu mig..en er eitthvað sem mig langar að fínpússa hjá sjálfri mér án þess að gagnrýna mig og vera ósátt við mig? Tækifærið er núna...Vertu bara þú og í sátt og samlyndi við sjálfa þig, þá þarftu ekki að vera að veltast með það að ég hefði getað hegðað mér öðruvísi. Hegðun okkar margra litast af gömlum mynstrum og hugsunum, úreltri ímynd af sjálfri /sjálfum þér. Það má fínpússa allt og gera öll samskipti betri. Ekki síst ef þú ert að gera þitt besta og ert fullkomnlega þú sjálf.

Í ALVÖRU ÞARF ALLT AÐ VERA SVONA ÓTRÚLEGA ALVARLEGT?

Að leyfa sér að vera barn er eitt af því sem stuðlar að miklu skemmtilegra lífi... Í alvöru talað...muniði eftir því hvað það var og er gott að fá hláturskast? 

Góð vinkona mín sagði um daginn eitthvað sem gladdi mig svo ósegjanlega..., hún sagði "það sem ég kann svo að meta í þínu fari er að þú þorir að láta eins og bjáni, fara yfir strikið í því sem þú segir og tekur þig ekki of alvarlega " Vá!! mér fannst svo vænt um að heyra þetta því þannig hef ég ekki alltaf þorað að vera, þó ég hafi verið þessi apaköttur inn við beinið, þá hélt aftur af mér því ég var svo hrædd um að verða ekki samþykkt...úff hversu marga klukkutímum ætli ég hafi misst af í hlátri vegna prúðmennsku? Glatað að sjá það jafnvel enn seinna á lífsleiðinni.. Ég á vonandi enn fleiri ár eftir í skemmti bransanum.

Verum bara við sjálf, fólk kann hvort eð er annað hvort við okkur eða ekki og engin ástæða til að reyna að vera allra. Mikilvægast er að kunna vel við sjálfan sig .

bottom of page