REIKI heilun
REIKI heilun er Japönsk heilunaraðferð uppgötvuð af Dr. Mikao Usui á 18.öld. REIKI er samsett úr Rei og Ki. Rei er guðleg vitund og Ki er lífsorka.
Því má segja að REIKI sé guðlega stýrð lífsorka.
Hvað er REIKI og
afhverju að þiggja REIKI?
Margir hafa í gegnum árin upplifað góðan ávinning af því að þiggja Reiki. Reiki heilun er ein tegund af heilun sem er framkvæmd með handa yfirlögn og tilgangurinn er að koma á jafnvægi bæði tilfinningalega og orkulega. Handa yfirlögnin sem heilarinn framkvæmir er á öllum sjö orkustöðvunum og gefið er Reiki í 3-5 mínútur á hverri orkustöð.
Aðferðin gefur okkur möguleika á að koma orkuflæðinu af stað í líkamanum, getur verið á einhvernhátt læknandi en er einnig fyrirbyggjandi.
Margir upplifa gríðarlega góða slökun í kjölfarið, jafnvel mikinn létti eins og eitthvað hafi verið tekið í burtu. Líkaminn á það til að bregðast við með þreytu og þörf fyrir hvíld, eða upplifun af endurnýjaðarri orku eftir meðferðina.
Meðferðin tekur um 60 til 90 mínútur.