top of page
IMG_20150817_144727.jpg

Heimilis þerapía

Ég hef unnið sem útstillingahönnuður fyrir verslanir  heimili og sýningaríbúðir í fjölda mörg ár. Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að raða saman og skipuleggja rými. Hvort heldur sem það er að senda þér hugmyndir og tillögur fyrir nýtt eða fá samhengi í það sem til er fyrir, þá er þér velkomið að hafa samband. 

20200508_121114.jpg

Stílisering í verslunum

Það er ekkert verkefni of lítið til að fá aðstoð við það. Langar þig að snúa versluninni þinni við, fá nýtt útlit eða hrista upp í hlutunum er þér velkomið að hafa samband. Betur sjá augu en auga.

87305536_10222754522598692_7231977335866523648_n.jpg

Stílissering heima

Vantar þig aðstoð heima fyrir við að fá hlýlegra yfirbragð eða skipuleggja rýmið upp á nýtt?

Þér er velkomið að hafa samband.

Umsagnir

Á lífsgöngunni er maður stundum svo heppin að kynnast snillingum.

Kristjönu  kynntist ég fyrir meira en áratug og hef ég verið svo heppin að njóta starfskrafta hennar og vináttu síðan. Hún er einstaklega hæfileikaríkur Útstillingahönnuður sem hefur fylgt okkur í gegnum allskonar verkefni sem okkur hjónum hefur dottið í hug að fara útí í okkar reksti. Má þar t.d. nefna uppsetningu á sýningabásum, útstillingar í Litlu garðbúðinni og breytingar á Sjafnarblómum.

Hreinskilni hennar og útsjónasemi hefur oft komið sér mjög vel þegar breytingaóði eiginmaðurinn fær hugmyndir sem konan er ekki alveg jafn ginkeypt fyrir eða þegar hugmyndirnar ríma engan vegin saman sem stundum gerist á bestu bæjum. Þá er gott að geta kallaði til sérfræðinginn til að finna bestu lausnina og taka ákvörðun.

Kristjana hefur einstaka hæfileika til að nýta það sem til er og koma hlutunum í fallegt samhengi. Hún fylgjst mjög vel með nýjustu straumum og stefnum í innahnússhönnum og tekst að blanda vel saman gömlu og nýju. Svo er hún líka fordómalaus sem gerir alla hluti auðveldari.

Dagrún Guðlaugsdóttir

 Litla Garðbúðin Selfossi.

 

 

Ég stóð frammi fyrir mjög erfiðu verkefni þegar ég flutti inn til kærastans míns, á heimili sem hann hafði búið á í mörg ár með fjölskyldunni sinni, og þurfti að gera „hans“ heimili að „okkar“. Að púsla saman ólíkum húsgögnum og skrautmunum úr öllum áttum, velja hvað átti að eiga og hverju mátti gleyma var ótrúlega erfitt og krefjandi. Bara það að raða saman og finna pláss fyrir húsgögn sem voru keypt með annað heimili og öðruvísi rými í huga var hausverkur. Kristjana aðstoðaði mig við þetta verkefni sem var mér ómetanlegt. Hún kom með tillögur að litavali á veggjunum og svo er hún ótrúlega næm fyrir því að raða saman ólíklegustu hlutum svo að gamla „draslið“ eignaðist nýtt líf og breyttist í listaverk. Hún er með ótrúlega gott auga og sér fegurðina í öllu. Bara það að raða hlutunum saman á ákveðinn hátt gerir þá allt öðruvísi og það þarf svo sannarlega ekki dýra merkjavöru til að gera heimilið hlýlegt og fallegt, heldur nýtir hún það sem til er og gerir það svo smekklega. Ég get ekki mælt nógu vel með henni, hún umbreytti mínu „samansafni“ af hlutum úr öllum áttum í smekklegt og hlýlegt heimili.

 

Margrét.

 

 

 

 

 

 

bottom of page