top of page

       UM MIG

Kristjana Jenný Ingvarsdóttir

Ég er Kristjana Jenný og stend á bakvið heimasíðuna sem er kennd við mig, ekki svo að skilja að ég hafi ekki hugsað um frumlegra nafn en mér fannst tilvalið að nýta þetta fína nafn í heimasíðugerð sem getur sameinað allt sem ég stend fyrir. 

Ég er fædd árið 1974, þó mér þyki það ótrúlegt en hef fyrir vikið sankað að mér reynslu í lífinu sem er dýrmæt. 

Sama á hvaða sviði það er, þá er það einlægur ásetningur minn að sjá fólki líða betur ef ég get orðið að liði.

ég 2.jpg
97618637_10223860882056987_3479769820180774912_n_edited.jpg

Meirihluta starfsævi minnar hef ég unnið við að stílisera bæði í verslunum og á heimilum fólks ásamt því að vinna mikið með blóm, ég er semsagt menntuð útstillingahönnuður frá Merkantilt institutt í Oslo í Noregi og blómaskreytir frá Sænska skólanum Floristen. Sem stílisti hef ég unnið í ýmiskonar verkum, heimili eru mér sérstaklega hugleikin þar sem ég fæ að koma fólki til aðstoðar með sínar eigur og finna flöt á þvi að gera heimili hlýlegt án þess að það missi sinn persónulega sjarma, með öðrum orðum nokkurskonar heimilisþerapíu, því í slíkum verkefnum er ekki síður mikilvægt að eiga þetta góða samtal til þess að ná fram því sem fjölskyldan þarfnast.... tvær flugur í einu höggi 🖤

20200814_172730_edited.jpg

Árið 2016 kláraði ég  NLP markþjálfanám hjá Hrefnu Birgittu Bjarnadóttur sem þá rak Bruen. Í markþjálfanáminu kviknaði neisti hjá mér til að gera meira af því sem er augljós tilgangur minn, en ég fann að ég væri líklega meiri þerapisti í eðli mínu en markþjálfi þar sem ég vil svo gjarnan nýta eigin reynslu og miðla því sem hefur hjálpað mér á minni göngu til sjálfsástar.

Ég fór í þerapíuna "Lærðu að elska þig" www.osk.is árið 2015 hjá henni Ósk sem samdi þá þerapíu af mikilli snilld, en tók hana svo aftur hjá Sólveigu Ösp kennara aftur síðar meir. Ég heillaðist af þessum fræðum sem eru algjörlega í takt við það sem ég hef stundað um árabil. Báðar þessar dásamlegu konur gáfu mér sannarlega kraft til þess að hvíla betur í sjálfri mér.

 Í þessum skrifuðu orðum er ég að klára seinnihlutann af kennara náminu mínu sjálf, og er farin að sjá mína skjólstæðinga vaxa og dafna sem einstaklinga, nokkuð sem gefur mér mikið.

Kærleikskveðja

Kristjana Jenný 

Það eru litlu skrefin sem koma þér á þinn áfangastað

Ég hef alla tíð verið meðvituð um sjálfsvinnu, kannski ekki síst vegna þess að ég hef verið knúin til þess. Ég hef farið í gegnum margt og mikið á minni lífsleið eins og við flest sem hefur þroskað mig og styrkt, og þó það hafi verið mér erfitt á þeim tíma þá sé ég það sem gjafir í dag.

Ég byrjaði upp úr 18 ára að lesa sjálfshjálparbækur sem hafa verið minn vegvísir í lífinu, mínar biblíur. Ég hef alltaf verið upptekin af manneskjunni, hvernig hugurinn virkar, hversvegna við erum eins og við erum, og ekki síst hvernig við komumst lengra andlega og fáum betri skilning á okkur sjálfum. Samskipti eru mér virkilega hugleikin og ég hef rýnt í þau frá barnsaldri...stundum þó án þess að botna í einu né neinu.

bottom of page