top of page
jessica-rockowitz-5NLCaz2wJXE-unsplash_edited_edited.jpg

Stjúpsamfélagið

  • Instagram
  • Facebook

Um Stjúpsamfélagið

Stjúpsamfélagið varð til árið 2021 og er fallegt og hvetjandi samfélag á samfélagsmiðlum sem snýst um hugleiðingar, hvatningu og fróðleik um stjúpfjölskyldu formið, og fjölskyldu formið almennt. Samfélagið er byggt upp á fróðleik úr þerapíunni Lærðu að elska þig. Hugmynd mín að þessu samfélagi byggist á reynslu minni sem stjúpforeldri og foreldri, fléttað saman við þerapíuna Lærðu að elska þig. Annan viðeigandi fróðleik sæki ég einnig víðar og tvinna hann inn í minn boðskap. Boðskapurinn snýst ávallt um kærleikann, virðinguna og skilninginn á hvert öðru. 

Það er vandaverk að setja saman tvær ólíkar fjölskyldur sem koma úr sitthvoru umhverfinu með mismunandi gildi, uppeldi og aðferðir.. Það sem sameinar þær, þessi börn, eru foreldrar úr tveimur fjölskyldum sem urðu ástfangnir og tóku ákvörðun um að deila lífinu saman. Börnin tóku ekki þátt í þessu vali á maka foreldris, og voru skyndilega komin með nýtt foreldri inn á annað hvort heimilið og jafnvel ný systkini...svo ég tali ekki um mögulega nýjar reglur og annað sem þau kannast ekki við.  Það er ekki þar með sagt að þó að mamma og pabbi séu hamingjusöm þá séu börnin hamingjusöm og hefðu jafnvel ekki  valið að sameinast þessum nýju systkinum eða þessu nýja foreldri, svo fjarri lagi. Þau hafa oft á tíðum lítið svigrúm til að leggja eitthvað til málanna, jafnvel ómeðvitað gleymist að hlusta eftir því. Við foreldrarnir erum upptekin af nýjum maka, og þó ég vilji ekki meina að börnin verði undir í þessu öllu þá erum við mögulega aðeins með hugann annarsstaðar fyrstu mánuðina, við erum að aðlagast nýju umhverfi, nýjum takti og nýjum maka. Þó að barn opni sig ekki um það hvað því finnist um nýtt fyrirkomulag þá þýðir það ekki að það sé fullkomnlega sátt, og það er eitt af því sem er mér mjög hugleikið að skoða sem dæmi á þessum vettvangi. Ekki svo að skilja að börn taki ákvarðanir fyrir foreldra sína, en að huga að tilfinningum þeirra í nýju mynstri finnst mér vera mikilvægt.  Að skoða það hvernig má gera sitt besta, hvernig má sameinast án þess að skaði verði af, því það að semeinast sem fjölskylda er verkefni sem þarf að vanda til að öllu leiti.

En eitt er að vera barn í þessum aðstæðum, annað er að vera stjúpforeldri. Við erum þau fullorðnu og þó að við séum allra vilja gerð til að gera okkar besta, og jafnvel umfram það, þá er ýmislegt sem getur verið snúið og í sumum fjölskyldum nánast býsna flókið. Það er ekki sjálfgefið að svona hlutir gangi upp. Það má bæði gera um of og einnig of lítið. Að gera um of sem mögulega gerist þegar við viljum gera svo ofur vel til þess að ná til barnanna og v getur líka verið rangt skref, ef þú missir virðingu og mörkin fara út um þúfur, og að gera of lítið getur verið rangt uppá það að gera að mynda tengsl og vera til staðar, svo að mínu mati er línan ansi fín, af því hef ég reynslu sjálf. Með heiðarlegum samskiptum, með kærleikann að vopni og skýrum mörkum og reglum þá erum við í það minnsta að leggja okkur fram og gera okkar besta á heilbrigan hátt. Nýjir makar þurfa að tala saman, foreldrar þurfa að ræða opið og fallega við börnin sín, og börnin eiga alltaf rödd að mínu mati, tilfinningar þeirra skipta ekki síður máli en okkar. 

Þessi fyrstu ár geta tekið á, ekki síst ef foreldrar hafa farið í gegnum sársaukafullann skilnað og því hafa fylgt einhver vandkvæði, börn eru í sárum og foreldrar jafnvel líka en ná að leggja það til hliðar því það er svo spennandi að vera með nýjum maka. Það þarf alltaf að vinna í gömlum meinum.

Heimilið, hvar býr þessi nýja fjölskylda? Eru þau búsett á heimili annarar fjölskyldunnar eða hafa þau komið sér upp heimili sjálf frá upphafi? Það er að mínu mati eitthvað sem einnig þarf að skoða. Það er ekki sjálfsagt að barn sem hefur átt heimili frá fæðingu vilji deila herbergi með nýju systkini sem dæmi. En allt er þetta hluti af því sem við þurfum að skoða og meta, ásamt því að hlusta eftir tilfinningum allra  finnst mér. 

Það getur verið erfitt að flytja inn á heimili fyrrverandi maka, og ég mæli eindregið með því að byrja fjölskyldulífið í nýju umhverfi, byrja á núlli ef svo má segja.

Svo eru það barnsmóðir og barnsfaðir, hvernig gengur það? 

Það er að mörgu að hyggja og margt sem þarf að vanda til. Það eru ekki allir svo heppnir að eiga fyrrverandi maka sem gleðst með, og er sátt/sáttur við nýtt fyrirkomulag, sér í lagi ef skilnaðurinn hefur verið flókinn og sársaukafullur. Afbrýðissemi er algeng á báða bóga og erfitt að vinna með nema með einlægni í því að rækta ástina til sjálfs síns, vitandi að þú ert að gera þitt besta. Með annað á samviskunni gæti það orðið flóknara, því það er erfiðara að elska aðra og gefa af sér ef engin er sjálfsástin.

Að mörgu að hyggja...

jessica-rockowitz-E4USFFAc_9A-unsplash_edited.jpg

"Það er von mín með Stjúpsamfélaginu að þú finnir hvatningu til þess að gera þitt besta, ekki um of heldur þitt besta og ekki síst fyrir sjálfa(n) þig í þessu nýja eða gamla hlutverki"

- Kristjana Jenný

bottom of page