kristjanajenny
Jan 16, 2022
General Discussion
Frelsi er í mínum huga að vera við stjórnina á eigin huga. Það að vera ekki undir áhrifum annara varðandi hugsun, framkvæmd og þitt eigið líf. Geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir útfrá þínum eigin þörfum, þínum eigin skoðunum og gildum í lífinu. Það er að mínu mati ekki frelsi að taka ákvarðanir út frá sjónarmiðum annara, vera bundinn því að bera undir aðra hvernig þú ættir að hegða þínu lífi. Að sjálfsögðu er alltaf gott að fá mat annara á vangaveltum okkar en það að lifa lífi okkar eftir annara uppskrift er ekki frelsi í mínum huga.
Like